Hoppa yfir valmynd
30. júní 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Aðferðir við mat á sjálfbærni ferðaþjónustu á Norðurlöndunum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leiddi verkefnið „Monitoring Sustainability in Nordic Tourism“ sem var  unnið í samstarfi allra Norðurlandanna með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni.

Í verkefninu eru stefna og aðgerðir við mat á áhrifum ferðaþjónustu á umhverfi, samfélag og atvinnulíf á Norðurlöndunum skoðaðar og gerðar tillögur um hvernig styðja megi betur við  aukna sjálfbærni og virði greinarinnar. Kastljósinu er beint að þeirri sérfræðiþekkingu sem þegar er til staðar á Norðurlöndunum og hvernig best megi styðja við aðgerðir sem auka sjálfbærni í ferðaþjónustu fyrir íbúa og samfélög þar sem hún á sér stað.

Áður en heimsfaraldur COVID-19 skall á með fullum þunga var ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem óx hvað hraðast á heimsvísu. Mikilvægi greinarinnar fyrir atvinnusköpun, útflutningstekjur og verðmætasköpun hafði farið mjög vaxandi um árabil og um leið urðu áhrif greinarinnar á umhverfi og samfélög greinilegri og umdeildari.

 

Heimsfaraldurinn lagðist sérstaklega þungt á ferðaþjónustu um allan heim, með þeim afleiðingum að innviðir og nýsköpunarhæfni fyrirtækja hafa veikst mjög. Að sama skapi hefur þörfin fyrir nýjar leiðir, nýsköpun, sjálfbærni og aukið virði í ferðaþjónustu aldrei verið meiri en nú.

 

Niðurstöður verkefnisins má finna hér

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira