Hoppa yfir valmynd
30. júní 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Næringaruppbót niðurgreidd fyrir fyrirbura

Sjúkratryggingum Íslands er nú heimilt að veita styrki til kaupa á næringaruppbót fyrir fyrirbura sem fæðast fyrir 32 vikna meðgöngu og þarfnast næringaruppbótar þar til þeir hafa náð 40 vikna meðgöngualdri. Reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um þetta hefur tekið gildi. Kostnaður foreldra sem hingað til hafa greitt næringaruppbótina að fullu nemur um 60.000 krónum. Styrkur samkvæmt reglugerðinni nemur 57.300 krónum en það sem út af stendur greiða foreldrarnir sjálfir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira