Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fyrstu áherslur nýs Menntarannsóknasjóðs kynntar

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar nýjan Menntarannsóknasjóð sem styrkja mun hagnýtar menntarannsóknir á öllum skólastigum. Markmið sjóðsins er að auka tækifæri til að skapa og miðla þekkingu til framþróunar og umbóta í skólastarfi og styðja við innleiðingu nýrrar menntastefnu. Fyrstu rannsóknaráherslur sjóðsins verða á:

• Nám og kennslu nemenda með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn
• Skólaforðun og brotthvarf úr námi
• Nám og kennsla í náttúrugreinum, raungreinum eða tæknigreinum

Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. september nk. og verður umsóknafresturinn til 1. október. Rannís annast umsýslu sjóðsins, og mun meðal annars skipa fagráð óðháðra rannsakenda á sviði menntavísinda sem leggja mun mat á umsóknir áður en úthlutunarnefnd tekur þær til umfjöllunar og gerir tillögu til ráðherra um ráðstöfun fjárveitinga til styrkþega. Nánari upplýsingar verður að finna á vef Rannís.

Á þessu ári veitir mennta- og menningarmálaráðherra styrki úr Menntarannsóknasjóði á grundvelli 42. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjármál en stefnt er að því að lögfesta Menntarannsóknasjóð á haustþingi 2021 og móta um hann framtíðarumgjörð í samræmi við opinbera rannsóknasjóði. Heildarframlag til úthlutunar árið 2021 er 70 milljónir kr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum