Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2021 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ávarpaði Oddahátíð

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tengdi saman sögu og tilurð kirkjustaðarins Odda sem hluta af menningarsögulegu og sameiginlegu minni Íslendinga við samfélagsmiðla nútímans í erindi sem hún flutti á 30 ára afmælishátíð Oddafélagsins á Rangárvöllum í dag. Ennfremur ræddi hún mikilvægi slíkra menningar- og fræðasetra fyrir landið allt.

Katrín Jakobsdóttir:

„Sæmundur fróði dagsins í dag væri vafalaust aðsópsmikill á nýjum miðlum, til dæmis á tístinu og myndi þar fremja galdra sína með því að vera frumlegri en aðrir tístarar. Kannski sæti hann bara á kaffihúsi í Reykjavík enda þyrfti hann ekki annað en síma og 4G. Og það má velta því fyrir sér hvort hann myndi ná til fleiri nú en hann gerði á sínum tíma því vissulega voru sagnarit þess tíma ekki fyrir alla – sagnaritarar voru staddir í bergmálshelli alveg eins og þeir sem tjá sig á forritunum í samtímanum.“

Í tilefni afmælisins var boðið til mikillar tónlistarhátíðar í Odda þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, Kvennakórinn Ljósbrá og Karlakór Rangæinga, félagar úr Kammerkór Rangæinga og Eyjólfur Eyjólfsson, einsöngvari, sungu og spiluðu fyrir gesti.

Ávarp forsætisráðherra á afmælishátíð Oddafélagsins

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum