Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Stafrænt COVID-19 vottorð

Ný reglugerð um stafræn COVID-19 vottorð tók gildi hér á landi þann 1. júlí síðastliðinn en vottorðin munu gilda í öllum ríkjum Evrópusambandsins auk Íslands, Noregs, Liecthenstein og Sviss. Markmiðið með vottorðinu er að auka frjálsa för fólks milli ríkja og auka öryggi einstaklinga meðan á COVID-19 faraldrinum stendur.

Reglugerðin setur ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu á sambærilegum vottorðum um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir. Stafræn COVID-19 vottorð innihalda upplýsingar um bólusetningar gegn COVID-19, niðurstöður úr PCR-skimunum, hafi þær verið neikvæðar, og bata, hafi viðkomandi sýkst.

Vottorð gefin út á grundvelli reglugerðarinnar eru tekin gild við landamæri Íslands. Ísland hefur verið framarlega á þessu sviði og verið á undan flestum, ef ekki öllum, þjóðum að gefa út bólusettningarvottorð og að taka almennt gild vottorð við landamæri.

Tilraunaverkefni í júní

Frá byrjun júní hefur Ísland tekið þátt í tilraunaverkefni um móttöku stafræns, evrópsks COVID-19 vottorðs á landamærum. Bólusetningarvottorð sem gefin hafa verið út hér á landi frá byrjun júní hafa verið í samræmi við áðurnefnda reglugerð og áfram verður hægt að nálgast slíkt vottorð gjaldfrjálst á vefsíðunni heilsuveru.is.

Lögð hefur verið áhersla á öryggi og áreiðanleika vottorðsins, en vottorðið inniheldur QR-kóða. Sem fyrr segir gildir vottorðið á öllu EES-svæðinu og er bæði á íslensku og ensku.

Hægt er að nálgast stafrænt COVID-19 vottorð á heilsuvera.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum