Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðuneyti staðfestir ákvörðun landlæknis

Heilbrigðisráðuneytið - myndHeilbrigðisráðuneytið

Mánudaginn 28. júní sl. var kveðinn upp í heilbrigðisráðuneytinu úrskurður nr. 6/2021. Með úrskurðinum var staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta kæranda starfsleyfi sem læknir vegna skorts á faglegri hæfni og útgáfu rangra og villandi reikninga, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu.

Nafnahreinsuð útgáfa af úrskurðinum hefur verið birt á úrskurðarvef stjórnarráðsins, urskurdir.is. Ráðuneytið hyggst ekki tjá sig frekar um málið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira