Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2021 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Nýjar vinnureglur um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs

Nýjar vinnureglur um úthlutanir á vegum Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga tóku gildi 1. júlí sl. á grundvelli reglugerðar um starfsemi fasteignasjóðsins (nr. 280/2021). Í reglugerðinni var fasteignasjóðnum veitt heimild til að úthluta 363 milljónum kr. á árunum 2021 og 2022 í sérstök framlög sem nema 50% af heildarkostnaði tiltekinna verkefna sem snúa að aðgengi fatlaðs fólks.

Í vinnureglunum er m.a. kveðið á um að framlög verði veitt innan þjónustusvæða í málefnum fatlaðra enn ekki einstaka sveitarfélögum. Stefnt er að því að sem flest þjónustusvæði njóti framlaga á grundvelli útreikninga sem koma fram í vinnureglunum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira