Hoppa yfir valmynd
26. júlí 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Breyting á reglum um fráveitur og skólp við Þingvallavatn

Þingvallavatn - myndHugi Ólafsson

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns.

Breytingin heimilar að skólp frá húsum við Þingvallavatn verði hreinsað með tveggja þrepa hreinsun þar sem aðstæður leyfa. Ástand Þingvallavatns verður áfram vaktað á grundvelli laga um stjórn vatnamála og gripið til aðgerða eftir þörfum.

Vöktunargögn sýna að ástand Þingvallavatns er mjög gott með tilliti til langflestra mæliþátta, þrátt fyrir aukningu í styrk köfnunarefnis og blaðgrænu á vöktunartímabilinu sem ekki er hægt að rekja til fráveitu frá frístundabyggð.

Fylgja skal ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp og fyrirmælum Heilbrigðnefndar Suðurlands við hreinsun og skal ákvörðun taka mið af aðstæðum á hverjum stað m.t.t. verndunar vatnasviðs og lífríkis vatnsins.

Afla skal samþykkis frá Heilbrigðisnefnd Suðurlands fyrir nýjum og endurbættum fráveitum og búnaði sem beita má á svæðinu við meðhöndlun, hreinsun og losun skólps, m.a. frá frístundahúsum og öðrum byggingum.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands stefnir að því að hreinsun á svæðinu við Þingvallavatn verði bætt og mun birta á vef sínum hsl.is, leiðbeiningar til eigenda frístundahúsa um hreinsun frá stakstæðum húsum sem lóðarhöfum við Þingvallavatn ber að vinna eftir.

Um fráveitu frá starfsleyfisskyldum atvinnurekstri fer samkvæmt starfsleyfi og skal hún taka mið af vernd svæðisins.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum