Hoppa yfir valmynd
29. júlí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir aðstoð við sýnatökur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins  - mynd

Vegna mikilla anna leitar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins eftir liðsinni fólks sem getur aðstoðað við sýnatökur á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut 34.

Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins annast sýnatökur hjá einstaklingum sem eru með einkenni sem geta bent til COVID-19 eða samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis auk sýnatöku vegna ferðalaga erlendis.

Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Greitt er samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags en sem fyrr segir er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda.

Áhugasöm geta sótt um hér.

Álag á heilbrigðis- og velferðarþjónustuna er mikið um þessar mundir vegna aukinnar útbreiðslu COVID-19. Við vekjum því einnig athygli á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, en hana skipar fólk með menntun á sviði heilbrigðisvísinda, og bakvarðasveit velferðarþjónustunnar.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum