Hoppa yfir valmynd
5. ágúst 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Aðgengi að sóttvarnahúsum verður takmarkað

Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð nr. 747/2021 þar sem aðgengi að sóttvarnahúsum verður takmarkað. Undanfarið hefur verið mikið álag á sóttvarnahús en með breytingunni verður áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda.

Eftir sem áður getur sóttvarnalæknir í undantekningartilvikum ákveðið að einstaklingur sem sætir sóttkví skuli dveljast á sóttvarnahúsi, svo sem ef viðkomandi hefur ekki tök á að einangra sig í húsnæði á eigin vegum eða verða sér úti um annan samastað í þeim tilgangi, eða ef sýnt þykir að hann muni ekki hlíta reglum um sóttkví.

Reglugerðarbreytingin tekur gildi 7. ágúst 2021.

Sjá nánar hér:
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 747/2021 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum