Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2021 Dómsmálaráðuneytið

Fjalar Sigurðarson ráðinn upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins

Fjalar Sigurðarson - mynd

Fjalar Sigurðarson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Hann tekur við starfinu af Hafliða Helgasyni sem gegndi starfinu frá árinu 2018. Fjalar Sigurðarson lauk BA prófi frá HÍ árið 1991 og framhaldsnámi frá sama skóla í Hagnýtri fjölmiðlun árið 1992. Árið 2010 lauk hann MBA prófi frá HR. Fjalar á að baki fjölbreyttan feril í útvarpi og sjónvarpi. Hann starfaði sem ráðgjafi í almannatengslum og markaðsmálum frá árinu 2004 til 2016. Fjalar gegndi starfi markaðsstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands frá árinu 2016 og allt þar til stofnunin var lögð niður með lögum 1. júlí 2021.  Fjalar býr í Reykjavík með konu sinni Örnu S. Sigurðardóttur Hagalín og eiga þau fjögur börn. 

Fjalar hefur þegar tekið til starfa dómsmálaráðuneytinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira