Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2021 Félagsmálaráðuneytið

Atvinnuleysi heldur áfram að lækka hratt - mældist 6,1% í júlí

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.  - mynd

Atvinnuleysi mældist 6,1% í júlí en var 7,4% í júní. og nemur lækkunin á milli mánaða 1,3 prósentustigum, en á milli maí og júní lækkaði almennt skráð atvinnuleysi um 1,7%, Atvinnuleysi heldur því áfram að lækka hratt, en skráð atvinnuleysi var 9,1% í maí, 10,4% í apríl, 11,0% í mars og 11,4% í febrúar 2021. Nálgast fjöldi atvinnulausra nú þann fjölda sem var fyrir Covid-19 faraldurinn.

Atvinnulausir voru alls 12.537 í lok júlí, 6.562 karlar og 5.975 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 966 frá júnílokum og atvinnulausum konum fækkaði um 813. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 10,9% og minnkaði úr 13,7% í júní. Næst mest var atvinnuleysið 6,7% á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 7,9% frá því í júní.

Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi minnki áfram í ágúst vegna sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda og aukinna umsvifa og verði á bilinu 5,3% til 5,7%.

Hefjum störf

Alls hefur Vinnumálastofnun haft milligöngu við ráðningu tæplega 5.300 atvinnuleitenda á grundvelli átaksins Hefjum störf. Alls hafa um 13.050 störf verið skráð í átakinu. Um helmingur þeirra samninga sem gerðir hafa verið á grundvelli átaksins eru vegna starfa á höfuðborgarsvæðinu, eða rúmlega 2.900. Næst á eftir komu Suðurnes þar sem gerðir höfðu verið 892 samningar og því næst Suðurland þar sem gerðir höfðu verið 595 samningar.

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Atvinnuleysi heldur áfram að lækka hratt og við erum nú að nálgast sama fjölda atvinnulausra og í febrúar 2020, eða áður en Covid-19 faraldurinn skall á sem er magnað. Við sjáum fram á áframhaldandi lækkun atvinnuleysis næstu mánuði og þessar tölur sýna það að þær fjölbreyttu aðgerðir sem við höfum gripið til í vinnumarkaðsmálum eru að skila árangri.”

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira