Hoppa yfir valmynd
11. ágúst 2021 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Gæðastjórnunarkerfi ráðuneytisins hlýtur vottun

Nýtt gæðastjórnunarkerfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur nú fengið vottun um að það standist kröfur ISO 9001 staðalsins. Markmið gæðastjórnunarkerfisins er að auka gagnsæi í starfi ráðuneytisins, auka skilvirkni í starfseminni, skýra forgangsröðun verkefna og bæta þjónustu. Unnið hefur verið að innleiðingu kerfisins síðustu misserin samhliða annarri umbótavinnu í ráðuneytinu.

ISO 9001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir m.a. kröfur fyrir stofnanir sem vilja bæta árangur sinn. Gæðastjórnun miðar að stöðugum umbótum í starfsemi og slík kerfi fela í sér virka hvatningu til að sett séu skýr gæðaviðmið og -kröfur og þeim framfylgt með markvissum hætti. Á Íslandi eru yfir 100 fyrirtæki með vottað gæðastjórnunarkerfi en mennta- og menningarmálaráðuneytið er fyrst ráðuneytanna til þess að tryggja sér ISO vottun á sínu kerfi.

Vottunaraðili vegna þessa var BSI á Íslandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira