Hoppa yfir valmynd
13. ágúst 2021 Dómsmálaráðuneytið

Björn Þorvaldsson skipaður í embætti héraðsdómara

Björn Þorvaldsson - mynd

Dómsmálaráðherra hefur skipað Björn Þorvaldsson, saksóknara, í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar, frá 1. september 2021.

Björn Þorvaldsson lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og framhaldsnámi í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi árið 2002. Hann hefur í tæplega tvo áratugi fengist við rannsókn, ákvörðun um saksókn og flutning sakamála hjá embættum ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóra og sérstaks saksóknara. Frá ársbyrjun 2016 hefur hann starfað sem saksóknari og sviðsstjóri ákærusviðs efnahags- og skattalagabrota við embætti héraðssaksóknara. Áður en Björn varð saksóknari starfaði hann í nokkur ár sem fulltrúi sýslumanns og um tveggja ára skeið á nefndasviði Alþingis. Af öðrum störfum má nefna að Björn hefur setið í sérfræðingahópi Evrópuráðsins um varnir gegn spillingu (GRECO) og jafnframt tekið þátt í margskonar alþjóðasamvinnu sem fulltrúi Íslands. Að auki hefur hann sinnt kennslu í lögfræði við íslenska háskóla.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira