Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2021 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ítarlegri greining á stöðu eldri borgara í Tekjusögunni

Vefurinn tekjusagan.is hefur verið uppfærður með nýjum gögnum. Í vetur óskaði Félag eldri borgara eftir viðbótum við Tekjusöguna - gagnagrunni stjórnvalda um kjör landsmanna - til að sýna betur fram á hvernig kjör eldri borgara hefðu þróast. Óskað var eftir að bætt yrði við fleiri aldursflokkum, þ.e. 68 ára og eldri, 71 árs og eldri og 68-75 ára, og að unnt yrði að greina á milli allra eldri borgara og þeirra sem nytu einungis greiðslna frá TR. Forsætisráðuneytið vann að tæknilegri útfærslu þessarar uppfærslu í samstarfi við FEB og er þeirri vinnu er nú lokið.

Tekjusagan sýnir þróun ráðstöfunartekna, eigna og skulda landsmanna á aðgengilegan hátt. Á vefnum er mögulegt að skoða um 700 þúsund myndir, byggðar á  upplýsingum um kyn, hjúskaparstöðu, aldur, barnafjölda, tekjutíund og fleiri þáttum.

Tekjusagan veitir aðgang að gagnagrunni um lífskjör landsmanna sem byggir á ópersónugreinanlegum upplýsingum úr skattframtölum allra einstaklinga á Íslandi frá árinu 1991. Hægt er að skoða þróun ráðstöfunartekna, eigna og skulda hjá mismunandi hópum auk heildartekna kynja eftir menntun, aldri, búsetu og hjúskaparstöðu. 

Vefurinn hefur verið unnin í samráði við heildarsamtök á vinnumarkaði. Upplýsingatæknifyrirtækið Metadata og ráðgjafafyrirtækið Analytica unnu að gerð vefsins. Hagstofa Íslands veitti allar tölulegar upplýsingar.

Tekjusagan hefur verið þýdd á ensku og er aðgengileg á icelandicincome.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira