Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2021 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Drög að breytingum á reglugerð um fuglaveiðar í Samráðsgátt

Helsingi við Hólmsá í Skaftafellssýslu. - myndAnna Sveinsdóttir

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Í drögunum er lagt til að veiðitími helsingja í Austur-Skaftafellssýslum hefjist 15 dögum fyrr en verið hefur, þ.e. 10. september í stað 25. september.

Friðun helsingja í Skaftafellssýslum var aukin árið 1999 til að ýta undir nýlegt varp helsingjans á svæðinu með styttingu veiðitímabilsins um 25 daga, þ.e. frá 1. september í 25. september til 15. mars. Nú er svo komið að varpstofninn hefur stækkað verulega og staðbundnum geldfugli fjölgað þannig að íslenski hluti stofnsins er kominn yfir 12.000 fugla. Verulegt beitarálag er af þessum staðbundna stofni til viðbótar álags af helsingjum sem fara til Grænlands á sumrin. Hætt er við hraðri fjölgun í íslenska stofninum við óbreytt ástand. Því er lagt til að veiðitíminn verði lengdur í Skaftafellssýslum um 15 daga og veiði hefjist 10. september á svæðinu.

Tillögur að breytingum á veiðitíma helsingja voru unnar að beiðni Umhverfisstofnunar og óskað álits Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem lagði til að veiðitíminn myndi hefjast 10. september í viðkomandi sýslum.

Frestur til að skila inn umsögnum um málið er til og með 31. ágúst nk.

Breyting á reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira