Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2021 Utanríkisráðuneytið

Fjarfundur ráðherra í norræna varnarsamstarfinu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra - myndHaraldur Guðjónsson

Staða mála í Afganistan var til umfjöllunar á fjarfundi norræna varnarsamstarfsins (NORDEFCO) sem fram fór í dag. Á fundinum þakkaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fyrir veitta aðstoð Norðurlandanna við brottflutning íslenskra ríkisborgara frá Afganistan. 

„Norðurlöndin hafa unnið þrekvirki á undanförnum dögum og vikum við að koma fólki í öruggt skjól, ekki síst afgönskum ríkisborgurum sem voru í sérstakri hættu vegna starfa sinna fyrir vestræn ríki,“ segir Guðlaugur Þór. „Norðurlöndin eru okkar nánustu vinaríki, það sýndi sig enn einu sinni í þessu máli. Norrænt samstarf er okkur Íslendingum ómetanlegt.“

Ríkisstjórnin samþykkti fyrr í vikunni að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan sökum ástandsins þar. Meðal annars verður tekið á móti fólki sem vann fyrir Atlantshafsbandalagið, ásamt mökum þeirra og börnum. Fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu hefur skýrt frá því á þeim vettvangi að Ísland sé reiðubúið til að taka á móti að minnsta kosti tuttugu manns úr þessum hópi. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira