Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2021 Forsætisráðuneytið

​Afmælisgjöf til menningarhússins Hofs

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá gjöf ríkisins í Hofi í dag. - mynd

Ríkisstjórn Íslands og Akureyrarbær tilkynntu í dag um sameiginlega gjöf til menningarhússins Hofs á Akureyri en haldið var upp á fyrsta áratug starfseminnar þar í dag.

Afmælisgjöfin er nýr og vandaður ljósabúnaður sem mun prýða salinn Naust. Við teikningu Hofs var lögð áhersla á fallega lýsingu í sölum þess, en  því miður reyndist ekki unnt að klára kaup á ljósum í Naust við lok byggingaframkvæmda. Úr því verður nú bætt.

Salurinn er notaður í margvíslegum tilgangi, þar á meðal sem fordyri Hamraborgar. Kostnaður við gjöfina nemur ríflega fimm milljónum króna og er hún fjármögnuð með 3 milljóna króna framlagi af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar og 2,5 milljóna króna framlagi Akureyrarbæjar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti um gjöf ríkisins í dag og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, greindi frá framlagi sveitarfélagsins þegar haldið var upp á 10+1 árs afmæli menningarhússins með hátíðardagskrá í Hofi.

Frá opnun hússins hefur það verið vettvangur fjölbreyttrar menningarstarfsemi á Akureyri, er heimahöfn Menningarfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, auk þess að hýsa ráðstefnur, veislur og aðra viðburði stóra og smáa.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira