Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2021 Forsætisráðuneytið

Nefnd greinir áfallastjórnun stjórnvalda vegna COVID-19

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa þriggja manna nefnd sem vinna á úttekt á viðbrögðum stjórnvalda við COVID-19. Meginverkefni nefndarinnar verður að greina áfallastjórnun vegna faraldursins.

Formaður nefndarinnar verður Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst, en auk hennar munu Guðný Björk Eydal, prófessor við Háskóla Íslands, og Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands, sitja í nefndinni.

Í úttekt nefndarinnar verður m.a. fjallað um hvernig stjórnvöld voru undirbúin til að takast á við faraldurinn, hvernig ákvarðanatöku var háttað, hvernig upplýsingum var miðlað og hvernig reynslan hafi verið nýtt jafnharðan til aðlögunar á stefnu og áætlanagerð. Þá mun nefndin fjalla um helstu samfélagslegu áhrif faraldursins. Gert er ráð fyrir að nefndin skili úttekt sinni eigi síðar en 1. mars 2022.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum