Hoppa yfir valmynd
6. september 2021 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra afhendir yfirlýsingu um kynbundið ofbeldi á fundi norrænna ráðherra jafnréttismála

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat rafrænan fund norrænna ráðherra jafnréttismála í dag.

Forsætisráðherra afhenti yfirlýsingu frá ráðstefnunni Reykjavik Dialogue sem haldin var á Íslandi í ágúst sl. um kynbundið ofbeldi gagnvart stúlkum og konum. Í yfirlýsingunni er ákall til stjórnvalda um allan heim að styðja þolendur og leggja sitt af mörkum í baráttuunni við að uppræta kynbundið ofbeldi.

Þá voru málefni hinsegin fólks til umræðu, meðal annars lífsgæði eldri hinsegin fólks á Norðurlöndunum. Noregur sem leiðir norrænt samstarf í jafnréttismálum á næsta ári leggur m.a. áherslu á þann málaflokk og mun Ísland sem tekur við formennsku í norrænu ráðherranefndinni um jafnréttismál 2023 fylgja eftir þeim áherslum á sínu formennskuári.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira