Hoppa yfir valmynd
8. september 2021 Forsætisráðuneytið

Tímamótaverkefni í loftslagsmálum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við opnun á nýju loftsuguveri á Hellisheiði - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði gesti við opnun á Orca, nýju loftsuguveri svissneska fyrirtækisins Climeworks á Hellisheiði í morgun. Um tímamótaverkefni er að ræða því loftsugurnar fanga koldíoxíð beint úr andrúmsloftinu sem kolefnisfargarar í Carbfix dæla svo niður í basaltberglög á svæðinu til varanlegrar steinrenningar.

Forsætisráðherra sagði samstarf Carbfix og Climeworks marka mikilvæg skref í baráttunni gegn hlýnun jarðar enda sýndi nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna að enginn tími mætti fara til spillis í þessu sameiginlega verkefni heimsbyggðarinnar.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Við vitum öll hversu mikilvægt það er að ýta undir nýsköpun á sviði vísinda og tækni þegar kemur að því að draga úr hlýnun jarðar og afleiðingum hennar. Þetta er verkefni sem heimsbyggðin þarf að einhenda sér í sameiginlega. Þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð okkar allra.“ 

Loftsuguverið er staðsett í Jarðhitagarði Orku Náttúrunnar á Hellisheiði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum