Hoppa yfir valmynd
13. september 2021 Utanríkisráðuneytið

Ræðismenn Íslands hljóta fálkaorður

Ræðismenn Íslands í Barcelona, Sol Daurella Comadrán og Astrid Helgadóttir, ásamt fjölskyldum sínum og forsetahjónunum. - myndEmbætti forseta Íslands

Undanfarnar vikur hafa alls fjórir ræðismenn Íslands á Spáni verið sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Þann 30. ágúst hlaut Manuel Zerón Sanchéz, ræðismaður Íslands frá Orihuela Costa (Alicante), fálkaorðuna og þann 1. september ræðismenn Íslands í Barcelona, Sol Daurella Comadrán og Astrid Helgadóttir. Þann 7. september hlaut Javier Betancor Jorge, ræðismaður á Kanaríeyjum, fálkaorðuna. Öll eru þau sæmd fálkaorðu fyrir þjónustu þeirra við hagsmuni Íslendinga og framlag til að styrkja og efla tengsl Íslands og Spánar.

Kjörræðismenn gegna mikilvægu hlutverki í utanríkisþjónustu Íslands, sérstaklega í þeim löndum þar sem eru engin íslensk sendiráð. Þeir kynna Ísland og aðstoða fyrirtæki og einstaklinga, þar með talið vegna veikinda, slysfara, fangelsunar eða andláts. Framlag kjörræðismanna í borgaraþjónustuverkefnum tengdum COVID-19 faraldursins hefur verið afar umfangsmikið og verður þeim seint þakkað þeirra óeigingjörnu störf. Þess má geta að kjörræðismenn eru ólaunaðir. Ísland er alls með 216 ræðisskrifstofur erlendis í yfir 90 ríkjum. 

Tveir ræðismenn Íslands til viðbótar hafa verið sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir þjónustu við Íslendinga og íslenska hagsmuni. Poul Weber, ræðismaður Íslands í Tælandi, hlaut fálkaorðuna 15. júlí síðastliðinn en hann hefur verið ræðismaður Íslands þar í landi í um þrjátíu ár og þá hlaut Yavuz Sélim Sariibrahimoglu, aðalræðismaður í Ankara, fálkaorðuna þann 28. júní. 

 
  • Manuel Zerón Sanchéz, ræðismaður Íslands frá Orihuela Costa (Torrevieja, Alicante), ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.
  • Javier Betancor Jorge, ræðismaður Íslands á Kanaríeyjum, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira