Hoppa yfir valmynd
15. september 2021

Tilkynning frá landskjörstjórn um lista sem verða í framboði við alþingiskosningarnar 25. september 2021

Tilkynning frá landskjörstjórn um lista sem verða í framboði við alþingiskosningarnar 25. september 2021 - myndHaraldur Jónasson / Hari

Tilkynning frá landskjörstjórn:

Á fundi landskjörstjórnar kl. 12.00 í dag, þriðjudaginn 14. september 2021, var í samræmi við 44. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, gert kunnugt um þá lista sem verða bornir fram í alþingiskosningunum 25. september næstkomandi.

Eftirtaldir listar verða boðnir fram í öllum kjördæmum landsins við alþingiskosningar sem eiga að fara fram 25. september 2021:

B-listi borinn fram af Framsóknarflokki.
C-listi borinn fram af Viðreisn.
D-listi borinn fram af Sjálfstæðisflokki.
F-listi borinn fram af Flokki fólksins.
J-listi borinn fram af Sósíalistaflokki Íslands.
M-listi borinn fram af Miðflokknum.
O-listi borinn fram af Frjálslynda lýðræðisflokknum.
P-listi borinn fram af Pírötum.
S-listi borinn fram af Samfylkingunni – jafnaðarmannaflokki Íslands.
V-listi borinn fram af Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.

Eftirfarandi listi verður borinn fram í Reykjavíkurkjördæmi norður:

Y-listi borinn fram af Ábyrgri framtíð.

Reykjavík, 14. september 2021.

Landskjörstjórn.

Kristín Edwald formaður
Páll Halldórsson
Anna Tryggvadóttir
Heiða Björg Pálmadóttir
Ólafía Ingólfsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum