Hoppa yfir valmynd
15. september 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umbótaáætlun um losun og bindingu vegna landnotkunar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt umbótaáætlun vegna bókhalds Íslands um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis vegna landnotkunar.

Umbótaáætluninni er ætlað að bæta þekkingu og tryggja að fullnægjandi grunnupplýsingar liggi fyrir um mat á losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis vegna landnotkunar, breytinga á landnotkun og skógræktar (LULUCF) í losunarbókhaldi Íslands.

Líkt og fram kemur í Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er þekking á losun og bindingu skemmra á veg komin en þekking á losun frá öðrum uppsprettum, s.s. brennslu á jarðefnaeldsneyti.

Landgræðslunni og Skógræktinni var falið að vinna umbótaáætlunina, í samráði við Umhverfisstofnun. Umbótaáætlunin tekur til áranna 2020-2023 og inniheldur 20 aðgerðir sem ætlað er að bæta þekkingu og tryggja að fullnægjandi grunnupplýsingar liggi fyrir svo unnt sé að leggja mat á stöðu og árangur aðgerða í þágu loftslags.

Aðgerðirnar byggja á mati á stöðu losunarbókhalds Íslands gagnvart kröfum ESB og hvaða þætti þurfi að bæta, miðað við núverandi bókhald Íslands yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis.

Umbótaáætluninni er ætlað að styrkja bókhaldið og tryggja að Ísland uppfylli kröfur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og reglur Evrópusambandsins. Einnig eru þær lykill að því að upplýsingar sem liggja til grundvallar mati á árangri Íslands í átt að kolefnishlutleysi séu áreiðanlegar.

Umbótaáætlun 2020-2023

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum