Hoppa yfir valmynd
22. september 2021 Félagsmálaráðuneytið

Nýr námskeiðsvefur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

Nýr námskeiðsvefur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) er kominn í loftið og munu allir þeir sem starfa við NPA geta tekið grunn- og framhaldsnámskeið um NPA á vefnum.  Þetta þýðir að notendur, aðstoðarfólk/aðstoðarverkstjórnendur og umsýsluaðilar í NPA geta tekið námskeiðin hvenær sem hentar. Aðgengi verður mikið auðveldara og einnig felur þetta í sér mikið hagræði fyrir alla þá sem að koma. Námskeiðin samanstanda af fjölda stuttra námskeiðsþátta sem auðveldar yfirferð til muna. Áhersla er á að allur texti sé einfaldur og skýr og þannig aðgengilegur fyrir alla.  Nánari leiðbeiningar um fyrirkomulag er að finna á vefnum sjálfum þegar skráning hefur átt sér stað.   

Þessi námskeiðsvefur er ekki að fullu mótaður og því eru góðar ráðleggingar um hvað betur má fara vel þegnar. Með tilkomu vefsins er ráðuneytið að stíga ákveðinn skref inn í framtíðina og tryggja betur að ákvæðum Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sé fullnægt.

Námskeiðin um NPA verða fyrst í röð námskeiða sem verða aðgengileg á námskeiðsvef ráðuneytisins.  Næsta námskeið verður um persónulega talsmenn og mun það verða aðgengilegt innan tíðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira