Hoppa yfir valmynd
23. september 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Aðgerðaáætlun um listir og menningu

Menningarsókn – aðgerðaáætlun um listir og menningu í 18 liðum – hefur verið gefin út, en með henni eru lagðar línur í menningarmálum til ársins 2030. Áætlunin er í samræmi við gildandi menningarstefnu, en frá útgáfu hennar árið 2013 hafa orðið miklar samfélagsbreytingar með margvíslegum áhrifum á lista- og menningarlíf og starfsumhverfi listamanna.

Aðgerðaáætlunin var mótuð í mennta- og menningarmálaráðuneyti á árunum 2018-2021. Hún var unnin í samvinnu við fjölbreyttan hóp fólks úr menningargeiranum og listalífinu, auk þess sem ráðstefnur voru haldnar og fundir með forstöðumönnum menningarstofnana. Þá setti Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, á laggirnar fjölmennan starfshóp forystufólks úr listalífinu til að rýna verkefnið og tillögur sem fram höfðu komið. Aðgerðaáætlunin hefur verið kynnt í ríkisstjórn, sem lýsti yfir stuðningi sínum við hana.

„Fjölbreytt menningarlíf er lykillinn að almennri velsæld og stuðlar að jöfnuði og lífsfyllingu í samfélaginu. Þetta er metnaðarfull áætlun og það er brýnt að hún nái fram að ganga. Fjölbreytt menningarstarfsemi er líka lykilþáttur í atvinnulífi þjóðarinnar og hefur víðtæk áhrif í efnahagslegu tilliti, m.a. í öðrum atvinnugreinum líkt og ferðaþjónustu, hugvits- og tæknigreinum, menntun og þjónustu. Ég hlakka til að sjá þessar tillögur raungerast á næstu árum,“ segir Lilja Alfreðsdóttur.

Aðgerðaáætlunina í heild má sjá hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum