Hoppa yfir valmynd
23. september 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Breyting á reglugerð styrkir eftirlit og vöktun í laxeldi

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað tvær breytingar á reglugerðum um fiskeldi og um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum. Markmið breytinganna er meðal annars að styrkja eftirlit með vöktun á viðkomu sníkjudýra í eldinu.

Með breytingunum er:

  • Kveðið sérstaklega á um að viðbragðsáætlun sem rekstrarleyfishafar sjókvíaeldisstöðva starfa eftir skuli samþykkt af Matvælastofnun
  • Viðbragðsáætlunin þarf einnig að fela í sér aðgerðir fari meðaltalsfjöldi kynþroska kvenlúsa (með eða án eggjastrengja) innan viðkomandi svæða yfir ákveðin mörk (n.t.t. umfram 0.5, 1, 1.5, og 2 á hvern fisk sem er umtalsverð breyting frá fyrri reglugerð en þá voru mörkin við 3)
  • Viðbragðsáætlun rekstrarleyfishafa skal virkjuð þegar meðaltalsfjöldi lúsa fer umfram 0.5 á hvern fisk og skal Matvælastofnun send tilkynning um það.
  • Þegar slík tilkynning berst Matvælastofnun skal stofnunin meta hvort ráðstafanir rekstrarleyfishafa skv. viðbragðsáætlun séu að ná þeim árangri sem að sé stefnt eða hvort annarra aðgerða sé þörf.
  • Rekstraraðili þarf að auki að tilkynna Matvælastofnun þegar meðaltalsfjöldi lúsa fer umfram 1, 1.5, 2 á hvern fisk og skal þá Matvælastofnun meta hvort annarra aðgerða en tilgreidar eru í viðbragðsáætlun sé þörf.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 14 Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira