Hoppa yfir valmynd
23. september 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samvinna um rannsóknir á velferð og viðhorfum barna og ungmenna

Kolbrún Pálsdóttir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands.  - myndHáskóli Íslands / Kristinn Ingvarsson
Upplýsingum um velferð og viðhorf barna og ungmenna verður safnað með markvissum hætti og þau gerð aðgengileg svo þau nýtist betur við stefnumótun og eftirlit, erlendan samanburð og til að efla vísindastarf hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skrifuðu undir viljayfirlýsingu við fulltrúa Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í dag, um framkvæmd æskulýðsrannsókna til ársins 2026.

Samkomulag þetta markar ákveðin tímamót, því ólíkt fyrri íslenskum æskulýðsrannsóknum verður aukinn áhersla sett á greiningu upplýsinga frá ungu fólki sem er utan skóla og frá yngri nemendum í grunnskólum.

Ráðgert er að æskulýðsrannsóknin verði í fimm ára hringrás þar sem spurningalistakannanir eru lagðar fyrir nemendur í grunnskólum, framhaldsskólum og einstaklinga utan skóla á aldrinum 18-24 ára. Könnun verður lögð fyrir árlega, en misjafnt verður eftir árum innan hringrásarinnar til hvaða hópa hún tekur, hversu viðamikil hún er og um hvað verður spurt.

Stefnt er að því að gögn frá æskulýðsrannsókninni verði aðgengileg samningshöfum eins fljótt og gögn verða tilbúin og hreinsuð. Gögnin verða einnig aðgengileg í opnum aðgangi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum