Hoppa yfir valmynd
24. september 2021

Fundur Velferðarvaktarinnar 23. febrúar 2021

47. fundur Velferðarvaktarinnar (fjarfundur)

23. febrúar 2021 kl. 13.15-15.00.

Mætt: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Angelique Kelley frá WOMEN, Anna María Gunnarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Anna Pétursdóttir frá Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík, Ása Sjöfn Lórensdóttir frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Ásgerður Jóna Flosadóttir frá Fjölskylduhjálp Íslands, Ásta Helgadóttir frá umboðsmanni skuldara, Ásta Dís Skjaldal og Bergþór H. Þórðarson frá Pepp á Íslandi, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Dagbjört Höskuldsdóttir frá Landssambandi eldri borgara, Eðvald Stefánsson frá umboðsmanni barna, Elfa Dögg S. Leifsdóttir frá Rauða krossinum, Erla Ósk Guðjónsdóttir frá Menntamálastofnun, Eysteinn Eyjólfsson frá VIRK, Gústaf A. Gústafsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Helga Ágústsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti, Hjördís Kristinsdóttir frá Hjálpræðishernum, Jón Ingi Cæsarsson frá BSRB, Kristjana Gunnarsdóttir frá Reykjavíkurborg, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, María Kristjánsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ólafur G. Halldórsson frá Samtökum atvinnulífsins, Rögnvaldur Gunnarsson frá heilbrigðisráðuneyti, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Sigrún Jónsdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins, Sigurveig Gunnarsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sólveig Anna Jónsdóttir frá ASÍ, Steinunn Bergmann frá Bandalagi háskólamanna, Sunna Diðriksdóttir frá dómsmálaráðuneyti, Valgerður Bjarnadóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneyti.

___

1. Kynning á Skjólinu

Rósa Björg Brynjarsdóttir, umsjónarkona Skjólsins, kynnti nýtt þjónustuúrræði fyrir konur sem ekki eiga í örugg hús að venda á daginn. Skjólið var opnað að frumkvæði biskups í þeim tilgangi að bæta aðstæður heimilislausra kvenna. Skjólið er staðsett í húsakynnum Grensáskirkju en Hjálparstarf kirkjunnar sér um rekstur. Skjólið á í samstarfi við VOR teymi Reykjavíkurborgar og félagsþjónustur á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið er enn í þróun en hefur farið vel af stað og hingað til hafa 6 konur nýtt sér þjónustuna.

2. Skýrsla um brotthvarf og námstafir á framhaldsskólastigi

Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, og Helgi Eiríkur Eyjólfsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, kynntu fyrstu niðurstöður skýrslu um brotthvarf og námstafir á framhaldsskólastigi. Skýrslan er unnin að beiðni Velferðarvaktarinnar. Tilgangurinn með skýrslunni er m.a. að skoða hvort ákveðnir félagslegir þættir geti spáð fyrir um brottfall úr framhaldsskóla.  Gert er ráð yfir að skýrslan verði tilbúin á næstu vikum.

3. Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka

Rætt var um niðurstöður skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands: Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka - Hvaða hópar leita aðstoðar?  

Fulltrúar nokkurra félagasamtaka í Velferðarvaktinni voru með stutt innlegg um niðurstöðurnar þar sem eftirfarandi atriði komu fram:

  • Mikið ásókn er í þjónustu hjálparsamtaka. Margir eru á framfærslu sveitarfélaga. Fólk af erlendum uppruna er í meirihluta þeirra sem leita til hjálparsamtaka, sem skýrist mögulega af meira atvinnuleysi meðal innflytjenda.
  • Skiptar skoðanir eru á því hvort úthluta eigi matvörum í poka eða inneignarkortum í matvöruverslanir, eða hafa samblöndu af bæði. Fram kom að mörg fyrirtæki hafi frekar svigrúm til matargjafa. Bent var á að hægt væri að fara í samstarf við verslanir með ýmsum hætti.
  • Biðraðir við úthlutun hafa verið gagnrýndar. Bent var á að margir einstaklingar kjósa að mæta snemma, þrátt fyrir að ekki sé þörf á því. Nokkur samtök hafa brugðið á það ráð að úthluta tímum svo það myndist ekki biðraðir.

Stefnt er að því að halda málþing í vor um skýrsluna þar sem fram fari umræða um hvernig skýrslan geti sem best komið að gagni og nýst til umbóta, jafnvel leitt til meira samráðs eða samstarfs milli hjálparsamtaka, hver sé ábyrgð ríkis og sveitarfélaga í þessum efnum o.s.frv. Þar verði einnig kynnt skýrsla sem Félagsvísindastofnun vinnur að um þessar mundir um fyrirkomulag aðstoðar hjálparsamtaka annars staðar á Norðurlöndunum.    

4. Önnur mál

Næsti fundur verður haldinn 13. apríl.
Meðal efnis verður:

  • Kynning á skýrslu Unicef um efnislegan skort barna.
  • Kynning á verkefninu Barnvænt Ísland og mælaborð um velferð barna.
  • Félagsvísar.

Ekki meira rætt og fundi slitið./LL.

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira