Hoppa yfir valmynd
24. september 2021 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu í samráðsgátt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda auglýsingu um drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu.

Lög um landgræðslu voru samþykkt á Alþingi árið 2018 og er markmið laganna að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Í kafla IV er fjallað sérstaklega um sjálfbæra landnýtingu.

Fyrir liggja tillögur Landgræðslunnar að leiðbeiningum og viðmiðum um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laganna.

Tekið verður við ábendingum og athugasemdum til og með 22. október.

Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira