Hoppa yfir valmynd
14. október 2021 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Nýr umsjónarmaður útgáfu

Hjalti Andrason hefur verið ráðinn umsjónarmaður útgáfu hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Í starfi hans mun felast að tryggja samræmi, skýrleika og fyrirmyndar málnotkun í því efni sem ráðuneytið lætur frá sér. Umsjónarmaður útgáfu mun veita stuðning og fræðslu til annarra starfsmanna ráðuneytisins, og þeirra sem fyrir það starfa að afmörkuðum verkefnum, um málfar, framsetningu og miðlunarleiðir, auk þess að ritstýra útgefnu efni á vegum ráðuneytisins.

Hjalti er með M.A. gráðu í hagnýtri menningarmiðlun og diplómagráðu í vefmiðlun auk B.S. prófs í líffræði. Hjalti starfaði áður sem upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar og sem fjölmiðlafulltrúi franska sendiráðsins auk fjölbreyttra starfa sem þýðandi, túlkur og leiðsögumaður.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira