Hoppa yfir valmynd
21. október 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Minni þörf fyrir sértækan stuðning samhliða efnahagsbata

Samhliða augljósum efnahagsbata að undanförnu hefur dregið úr sértækum stuðningi ríkissjóðs við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og færri sækja um þau úrræði sem enn eru virk.

Nokkur þeirra fjölbreyttu úrræða sem gripið var til vegna heimsfaraldursins eru enn virk. Geta rekstraraðilar sótt um viðspyrnustyrki ef mánaðarlegt tekjufall er a.m.k. 40% og frestun á staðgreiðslu launa tvisvar á árinu 2021 ef sýnt er fram á tímabundna rekstrarörðugleika.

Sértæk úrræði sem nýttust

rekstraraðilum í vanda

Umfang

(ma.kr.)

Staða

aðgerðar

 

Hlutabótaleið

28,0

Liðin

 

Greiðsla hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti

12,2

Liðin

 

Tekjufallsstyrkur

11,3

Liðin

 

Viðspyrnustyrkur

7,2

Virk

 

Lokunarstyrkur

2,8

Liðin

 

Viðbótarlán

2,8

Liðin

 

Stuðningslán

10,1

Liðin

 

Frestun staðgreiðslu af launum

10,3

Virk

Útlit fyrir talsvert minni þörf fyrir viðspyrnustyrki samhliða efnahagsbatanum

Viðspyrnustyrkirnir eru greiddir fyrir tekjufall á tímabilinu 1. nóvember 2020 til 30. nóvember 2021. Vegna tekjufalls í nóvember 2020 fengu nær 1.200 rekstraraðilar viðspyrnustyrk fyrir ríflega 1,1 ma.kr. en umfang styrkjanna hefur minnkað allar götur síðan. Fyrir tekjufall í ágúst hafa rétt ríflega 100 rekstraraðilar fengið viðspyrnustyrk fyrir um 100 milljónir króna. Hlutdeild ferðaþjónustufyrirtækja í heildargreiðslum viðspyrnustyrkja hefur sömuleiðis minnkað. Síðustu vikur hefur dregið hratt úr greiðslum viðspyrnustyrkja.

 

Jafnframt er minni aðsókn í frestun skattgreiðslna. Í fyrstu var aðeins heimilt að fresta allt að þremur gjalddögum á staðgreiðslu launa á árinu 2020 en um síðustu áramót var veitt heimild til að fresta allt að tveim gjalddögum á árinu 2021. Alls hafa rekstraraðilar frestað 3 mö.kr. það sem af er árinu 2021 en í fyrra námu frestanir 21 mö.kr.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum