Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2021 Félagsmálaráðuneytið

Starf lögfræðings hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar laust til umsóknar

Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Helstu verkefni verða þátttaka í undirbúningi stofnunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem tekur til starfa 1. janúar 2022. 

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun hafa eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á grundvelli laga um barnavernd, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. 

Helstu verkefni stofnunarinnar eru útgáfa rekstrarleyfa, frumkvæðiseftirlit með gæðum þjónustu, afgreiðsla kvartana yfir þjónustu, beiting viðurlaga við brotum á reglum og þróun gæðaviðmiða. Stofnunin mun taka við gæða- og eftirlitsverkefnum frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar og eftirlitsverkefnum frá Barnaverndarstofu. 

Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi, áhugaverð og fjölbreytt verkefni í tengslum við nýja stofnun þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Starfið felst einkum í meðferð lögfræðilegra viðfangsefna sem tengjast málaflokkum nýju stofnunarinnar, svo sem persónuvernd, túlkun laga- og reglugerða, stjórnsýsluverkefnum og verkefnum tengdum eftirliti. Viðkomandi mun einnig taka þátt í mótun innra starfs nýrrar stofnunar. 

 

Hæfniskröfur

 

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Skipulagshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Samstarfshæfni.
  • Góð tungumálakunnátta í ræðu og riti (íslenska og enska, Norðurlandamál er kostur).
  • Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu.
  • Þekking og/eða reynsla af þeim málaflokkum sem lúta eftirliti stofnunarinnar, einkum og sér í lagi barnavernd.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Umsókninni skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem tilgreind er ástæða umsóknar. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.11.2021

Nánari upplýsingar veita

Guðrún Björk Reykdal - [email protected]
Theódóra Sigurðardóttir - [email protected]

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi ríkisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira