Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2021 Forsætisráðuneytið

Fundir forsætisráðherra á COP26

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fjölda tvíhliða funda með erlendum þjóðarleiðtogum á loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Hún fundaði með Zuzönu Caputovu, forseta Slóvakíu,  Gitanas Nauséda, forseta Litháen,  Sadyr Japarov, forseta Kyrgyzstan, og með Egils Levits, forseta Lettlands.

Forsætisráðherra átti einnig fundi með Lazarus Chakwera, forseta Malaví og Alberto Fernández forseta Argentínu og ræddi við fjölda annarra leiðtoga í tengslum við fundinn.

Forsætisráðherra tók einnig þátt í hliðarviðburði norrænna forsætisráðherra um grænar fjárfestingar, þar sem m.a. var greint frá þeirri fyrirætlan íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í grænum verkefnum.  Þá fundaði forsætisráðherra með leiðtogum frá WEGo samstarfsríkjunum (WellBeing Economy Governments) þar sem rætt var stefnumörkun og reynslu ríkjanna af velsældaráherslum og áherslur í samstarfinu framundan.

Forsætisráðherra fór síðdegis í gær frá Glasgow til Kaupmannahafnar þar sem hún situr nú fund Norðurlandaráðs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira