Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Brýn þörf fyrir fleira fólk í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar

COVID-19: Brýn þörf fyrir fleira fólk í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar - myndHeilbrigðisráðuneytið

Vegna örrar fjölgunar Covid-19 smita með auknu álagi á heilbrigðiskerfið bráðvantar fleira heilbrigðisstarfsfólk á skrá í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Óskað er eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks sem er reiðubúið að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa.

Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu var sett á fót í upphafi COVID-19 faraldursins þegar ljóst var að mikilvægar heilbrigðisstofnanir gætu lent í mönnunarvanda vegna veikindafjarvista starfsfólks eða fjarvista vegna sóttkvíar. Nú hefur ákall borist frá Landspítala og fleiri heilbrigðisstofnunum sem þurfa á fólki að halda og því er þess farið á leit að heilbrigðisstarfsfólk sem hefur tök á að veita liðsinni skrái sig í bakvarðasveitina.

Nánari upplýsingar um bakvarðasveitina koma fram með skráningarforminu sem vísað er á hér að neðan. Laun taka mið af kjarasamningi/stofnanasamningi viðkomandi stéttarfélags á viðkomandi stofnun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira