Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar

Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar verður haldin á Grand hóteli föstudaginn 19. nóvember næstkomandi í tilefni þess að stofnunin fagnar 40 ára afmæli á árinu. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til 14.30.

Fundarstjóri  verður Bergur Ebbi Benediktsson.

Aðalfyrirlesarar verða Cecilia Berlin, dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg, sem mun fjalla um ávinning forvarna gegn hreyfi- og stoðkerfisvanda og Eva Gemzöe Mikkelsen, lektor í vinnu- og skipulagssálfræði við Syddansk háskólann í Óðinsvéum, sem mun fjalla um ávinning forvarna gagnvart slæmu félagslegu vinnuumhverfi.

Á ráðstefnunni verða einnig fyrirlestrar um mikilvægi vinnuverndar í mannvirkjagerð og kerfisbundins vinnuverndarstarfs á vinnustöðum auk sjálfbærni. Enn fremur verður fjallað um mögulegar ástæður þess að starfsfólk snýr ekki aftur til starfa eftir veikindafjarveru.

Að fyrirlestrum loknum og matarhléi geta fundargestir valið um þátttöku í fjórum mismunandi vinnustofum þar sem til umræðu verður vinnuvernd í mannvirkjagerð, áhrif rakaskemmda og innilofts á vinnuumhverfi, félagslega vinnuumhverfið og forvarnir gegn hreyfi- og stoðkerfisvanda.

Í ráðstefnulok verða síðan stuttar panelumræður með forystufólki frá samtökum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvöldum.

Dagskrá

Nánari dagskrá má finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Markhópar

Ráðstefnan er meðal annars ætluð atvinnurekendum, mannauðsstjórum, öryggisnefndum, öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum, þjónustuaðilum og sérfræðingum í vinnuvernd ásamt öðrum sem láta sig vinnuvernd varða.

Skráning

Þátttaka er án endurgjalds en skráning er nauðsynleg. Frestur til skráningar er 16. nóvember næstkomandi.

Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna og í vinnustofur.

Það eru vinsamleg tilmæli að ráðstefnugestir taki COVID-19 hraðpróf áður en þeir mæta á ráðstefnuna.

Streymi

Hægt verður að fylgjast með fyrri hluta ráðstefnunnar í streymi. Ekki þarf að skrá þátttöku til að horfa á streymið.

Hlekkur á streymið verður birtur að morgni ráðstefnudags á heimasíðu og fésbókarsíðu Vinnueftirlitsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum