Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Álag á fiðu og mjólkurframleiðslu í geitfjárrækt

Fiða

Samkvæmt 24. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021 er greitt álag á fiðu sem unnin er af vottunaraðila sem ráðuneytið staðfestir. Skal skila gögnum til ráðuneytisins um magn unninnar fiðu einstakra framleiðenda eigi síðar en 15. nóvember 2021.

Álag á framleiðslu geitamjólkur

Samkvæmt 25. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021 er greitt álag á framleiðslu geitamjólkur fyrir þá lítra mjólkur sem eru innvigtaðir af aðilum sem hafa leyfi til mjólkurvinnslu. Sá aðili skal skila gögnum til ráðuneytisins um magn innvigtaðrar mjólkur einstakra framleiðenda eigi síðar en 15. nóvember 2021.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira