Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2021 Utanríkisráðuneytið

NORDEFCO-ráðherrar funduðu í Finnlandi

Horfur í öryggismálum í Norður-Evrópu og málefni Afganistans voru meðal umfjöllunarefna á ráðherrafundi norræna varnarsamstarfsins (NORDEFCO) sem lauk í gær. Fundurinn fór fram í Majvik í Kirkkonummi í útjaðri Helsinki.

Finnland hefur farið með formennsku í norræna varnarsamstarfinu undanfarið ár. Auk umræðu um stöðu öryggismála og Afganistan var á fundinum farið yfir framvindu samstarfsverkefna ríkjanna, og áherslur í komandi formennskutíð Noregs árið 2022. Þá fengu ráðherrarnir kynningu á aðstöðu finnska sjóhersins í Upinniemi.

Bryndís Kjartansdóttir, skrifstofustjóri öryggis- og varnarmálaskrifstofu, tók þátt í fundinum í fjarveru utanríkisráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira