Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Frestur félagasamtaka til að sækja um styrki til verkefna á sviði velferðarmála framlengdur

Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem heyra undir málefnasvið félagsmálaráðuneytisins. Félagasamtök sem hljóta styrki á fjárlögum eða eru með samninga við ráðuneytið eða stofnanir þess, vegna skilgreindra verkefna, geta ekki sótt um styrki af safnliðum fjárlaga fyrir sömu verkefni.

Reglur um úthlutun styrkja sem félags- og barnamálaráðherra veitir samkvæmt safnliðum fjárlaga hverju sinni.

Veittir eru styrkir til afmarkaðra verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf samkvæmt áherslum ráðherra hverju sinni. Styrkir eru ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn. Þá má meðal annars veita til verkefna sem felast í því að:

  1. Útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi.
  2. Vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna.
  3. Bjóða upp á stuðning og ráðgjöf.

Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á verkefni sem hvetja til virkni, vellíðan og valdeflingar einstaklinga í viðkvæmri stöðu s.s. þá sem búa við félagslega einangrun, ofbeldi eða aðstæður sem hindra þátttöku í samfélaginu.

Hafi umsækjandi áður fengið styrk frá félagsmálaráðuneytinu til verkefnis skal fylgja greinargerð með upplýsingum um framkvæmd þess og ráðstöfun styrkfjárins, til þess að ný umsókn verði tekin til greina.

Umsóknarfrestur er til kl. 13.00 mánudaginn 22. nóvember 2021.

Umsókn sem berst eftir að umsóknarfresti er lokið verður ekki tekin til umfjöllunar.
Úthlutun fer fram eigi síðar en 15. febrúar 2022.

Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins

Undir flipanum Eyðublöð eru eyðublöð flokkuð eftir ráðuneytum og stofnunum. Undir félagsmálaráðuneytinu er umsóknareyðublaðið Styrkur af safnliðum fjárlaga 2022.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum