Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2021 Félagsmálaráðuneytið

Norrænir vinnumálaráðherrar hittust til að ræða netvangsstörf og andlega heilsu á vinnumarkaði

Vinnumálaráðherrar Norðurlandanna hittust á formlegum ráðherrafundi í Helsinki 23. nóvember síðastliðinn. Sérstakur gestur á fundinum var Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, auk þess sem fulltrúar aðila vinnumarkaðarins sátu fundinn eins og hefð gerir ráð fyrir.

Umræðuefni fundarins var tvíþætt. Annars vegar var tekin fyrir umræða um netvangsstörf og viðbrögð landanna við niðurstöðum norræns rannsóknarverkefnis um framtíð vinnunnar. Og hins vegar var rætt um geðheilsu á norrænum vinnumarkaði. Hvoru tveggja voru þetta mál sem ráðherrum fannst áhugavert að eiga samtal um ekki síst þar sem heimsfaraldur hefur haft mikil áhrif á ný ráðningarform og andlega heilsu fólks á vinnumarkaði.

Ásmundur Einar Daðason ráðherra vinnumála hafði ekki tök á að mæta til fundarins að þessu sinni en í hans stað sat Gissur Pétursson ráðuneytisstjóri fundinn fyrir hönd Íslands.

Ítarlega frétt um fundinn má lesa á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira