Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2021 Félagsmálaráðuneytið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, tekur við embætti

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála og vinnumarkaðsráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, fráfarandi félags- og barnamálaráðherra.  - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson tók við embætti félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í dag þegar hann tók formlega við lyklum að ráðuneytinu úr höndum Ásmundar Einars Daðasonar, fráfarandi félags- og barnamálaráðherra.

Guðmundur Ingi sagði við þetta tækifæri að hann ætli að setja kjör öryrkja og aldraðra á oddinn, ásamt kjaramálum. Hann segir að hann vilji halda áfram þeirri vinnu að einfalda kerfið. Það sé of flókið og í stað þess þarf að koma kerfi sem gríp­ur ein­stak­linga sem ekki geta séð sér far­borða með at­vinnuþátt­töku. 

Nýr stjórnarsáttmáli annars ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra var kynntur í gær. Í sáttmálanum er meðal annars lögð áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks með skerta starfsorku. Sérstaklega verður horft til þess að bæta afkomu og möguleika til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira