Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Lyklaskipti í mennta- og menningarmálaráðuneyti

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýr ráðherra vísinda, iðnaðar og nýsköpunar, Lilja Alfreðsdóttir fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.  - mynd

Nýir ráðherrar tóku við lyklum að mennta- og menningarmálaráðuneytinu í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýr ráðherra vísinda, iðnaðar og nýsköpunar, og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra tóku við gjöfum og velfarnaðaróskum frá Lilju Alfreðsdóttur, nýjum ráðherra ferðamála, viðskipta og menningar.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun starfa í óbreyttri mynd næstu vikurnar á meðan á skiptingu málefnasviða þess stendur. Núverandi málefnasvið ráðuneytisins munu með nýju skipulagi Stjórnarráðsins skiptast milli fjögurra ráðuneyta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum