Hoppa yfir valmynd
1. desember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Hraðpróf fyrir viðburði og aðgengi að þeim

COVID-19: Hraðpróf fyrir viðburði og aðgengi að þeim - myndMynd af vef Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins

Til að koma betur til móts við fólk sem vill sækja viðburði hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins lengt opnunartíma fyrir hraðpróf til kl. 17.00 á laugardögum. Miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga er opið frá kl. 8.00-20.00 en skemur aðra daga. Heilbrigðisstofnanir um allt land bjóða upp á hraðpróf vegna Covid-19. Auk þess veita einkaaðilar þessa þjónustu í Reykjanesbæ, á Akureyri og á fjórum stöðum í Reykjavík. Hér fylgja nánari upplýsingar um hraðprófsstaði og skráningu í hraðpróf.

Fólk er minnt á að panta hraðpróf á réttum tíma, því það má ekki vera eldra en 48 klst. gamalt þegar viðburður hefst. Venjulega berast fólki niðurstöður úr hraðprófinu innan klukkustundar.

Notkun hraðprófa hefur gefið góða raun á tímum samkomutakmarkana vegna Covid-19 og gert kleift að halda úti fjölmennum viðburðum og margvíslegu menningarlífi.

Á vefslóðinni hradprof.covid.is/skraning er hægt að bóka tíma í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut og hjá heilbrigðisstofnunum um allt land. Upplýsingar um hraðprófsstaði heilbrigðisstofnana eru á vef embættis landlæknis.

Hraðprófsstaðir:

Uppfærð tilkynning

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum