Hoppa yfir valmynd
8. desember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Milla Ósk Magnúsdóttir ráðin aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra

Milla Ósk Magnúsdóttir - mynd

Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og er þegar tekin til starfa í heilbrigðisráðuneytinu. Milla Ósk var áður aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra. Síðastliðinn áratug starfað hún hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður og aðstoðarframleiðandi frétta, auk þess að sinna dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Þá var hún um skeið varaformaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu. Milla Ósk er með ML-próf í lögfræði frá Háskóla Reykjavíkur þar sem hún sérhæfði sig í fjölmiðlarétti, auk þess að leggja áherslu á persónuupplýsinga- og vinnurétt.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira