Hoppa yfir valmynd
9. desember 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lilja Dögg heimsótti Ferðamálastofu

Lilja Dögg ásamt Skarphéðni Berg, Benedikt Árnasyni ráðuneytisstjóra ANR, Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, skrifstofustjóra ferðamála og starfsfólki Ferðamálastofu.  - mynd

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, heimsótti í vikunni starfsstöð Ferðamálastofu í Reykjavík. Ráðherra fundaði þar með Skarphéðni Berg Steinarssyni ferðamálastjóra, og öðru starfsfólki stofnunarinnar, kynnti sér verkefnin sem fram undan eru og ræddi um framtíðarsýn sína fyrir greinina.

„Íslensk ferðaþjónusta er ein af undirstöðugreinum okkar og hagkerfisins. Það er því afar mikilvægt að öll umgjörð sé með besta móti. Uppbygging greinarinnar eftir áfall síðustu tveggja ára er næsta verkefni en við búum svo vel að hafa skapað henni sterka umgjörð og nú hefst næsti kafli vonandi sem allra fyrst,“ segir Lilja Dögg.

Mikið hefur mætt á Ferðamálastofu undanfarna átján mánuði vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins á íslenska ferðaþjónustu og óhjákvæmilegra breytinga á ferðavenjum fólks í kjölfarið. Í viðspyrnuaðgerðum íslenskra stjórnvalda var Ferðamálastofu falið að halda utan um Ferðaábyrgðasjóð og verkefnið Komdu með, Ferðagjöfina og fjölmörg önnur verkefni.  

Ráðherra fékk einnig kynningu á hefðbundnum verkefnum Ferðamálastofu, svo sem leyfisveitingum, gæðamálum, öryggismálum og umsýslu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Ferðatryggingasjóðs.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum