Hoppa yfir valmynd
14. desember 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Svandís heimsótti MAST á Selfossi

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimsótti Matvælastofnun á Selfossi þar sem hún hitti starfsfólk og Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra MAST.

Matvælastofnun er undirstofnun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og vinnur að matvælalöggjöf og sinnir lykil eftirliti í samvinnu við ráðuneytið, þvert á alla fæðukeðjuna. Málefnin sem MAST vinnur að snúa því að öllu frá heilbrigði og velferð dýra, sjávarafurða, plöntuheilbrigði, fóðri, vinnslu og dreifingu þar til matur er reiddur fram fyrir neytendur.

Ráðherra fékk kynningu á starfsemi MAST og höfuðstöðvum þeirra á Selfossi, fræddist um áskoranir og stefnumótun stofnunarinnar til framtíðar og ræddi sínar hugmyndir um verkefni MAST.

Ráðherra hefur nú fengið kynningu á flestum undirstofnunum sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en Svandís fundaði einnig með Fiskistofu, Landgræðslunni í liðinni viku.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira