Hoppa yfir valmynd
15. desember 2021 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um breytingu á áfrýjunarfjárhæð

Samkvæmt 152. gr. laga um meðferð einkamála, 91/1991, er það skilyrði áfrýjunar, þegar mál varðar fjárkröfu, að fjárhæð kröfunnar nemi a.m.k. 1.000.000 króna. Áfrýjunarfjárhæðinni skal breyta um hver áramót miðað við vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2018 og auglýsa í Lögbirtingablaðinu.

Ráðherra hefur birt meðfylgjandi auglýsingu í Lögbirtingablaðinu um áfrýjunarfjárhæð fyrir árið 2022.

Áfrýjunarfjárhæð samkvæmt 1. mgr. 152. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 17. gr. laga nr. 49/2016, er kr. 1.148.047.
Áfrýjunarfjárhæð þessi tekur gildi 1. janúar 2022 og gildir fyrir árið 2022.

Dómsmálaráðuneytinu,
7. desember 2021.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum