Hoppa yfir valmynd
15. desember 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Lilja Dögg heimsótti Neytendastofu

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, heimsótti Neytendastofu í Borgartúni, en ráðherra hefur undanfarið kynnt sér starfsemi stofnanna sem heyra undir málefnasvið hennar.

 

Á Neytendastofu hitti ráðherra settan forstjóra, Þórunni Önnu Árnadóttur, og starfsfólk og fékk fræðslu um áskoranir stofnunarinnar. Verkefni neytendastofu eru afar fjölbreytt, en hún hefur eftirlit með viðskiptalífinu og lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og réttinda neytenda. Neytendastofa hefur því unnið að því að efla þekkingu neytenda á réttindum þeirra og skyldum og miðla upplýsinga til þeirra. Þá sinnir stofnunin einnig virkri upplýsingamiðlun til aðila í atvinnulífinu um skyldur þeirra og réttindi gagnvart neytendum.

 

Samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála er stefnt að sameiningu Samkeppniseftirlitsins og Neytendastofu. Meginmarkmiðið er að styrkja samkeppni innanlands, tryggja stöðu neytenda betur í nýju umhverfi netviðskipta og efla alþjóðlega samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

,,Málefni neytenda eru mjög brýn í þeim ört breytilega heimi viðskipta og þjónustu sem við búum í. Við sjáum miklar og spennandi breytingar til dæmis í netviðskiptum sem auðvelda fólki og fyrirtækjum að stunda viðskipti. Í þeim eru fólgin mikil tækifæri sem huga þarf vel að,‘‘ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira