Hoppa yfir valmynd
15. desember 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðgjafi við mótun verkefna mennta- og barnamálaráðuneytis

Gylfi Arnbjörnsson  - mynd

Unnið er að mótun framtíðarskipulags mennta- og barnamálaráðuneytis og skiptingu verkefna í ljósi nýr forsetaúrskurðar um stjórnarmálefni. Gylfi Arnbjörnsson mun koma að því verkefni sem tímabundinn ráðgjafi og mun m.a. vinna með starfsmönnum Stjórnarráðsins að yfirfærslu verkefna, meðal annars frá félagsmálaráðuneyti.

Mennta- og barnamálaráðuneyti mun fara með málefni skóla og fræðslu, æskulýðs- og íþróttamál auk þess sem málefni barna og barnaverndar flytjast til ráðuneytisins. Með sameiningu þessara málaflokka er lagt upp með að gefa hverju þessara málefna aukið vægi í stjórnkerfinu.

Gylfi Arnbjörnsson hefur fjölþætta stjórnunarreynslu og lauk meistaragráðu í hagfræði, stjórnun og opinberri stjórnsýslu frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann var framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., framkvæmdastjóri ASÍ og síðar forseti ASÍ. Hann hefur frá því í apríl 2020 verið verkefnastjóri í átaksverkefnum stjórnvalda til að mæta þeim áskorunum sem vinnumarkaðurinn stóð frammi fyrir vegna aukins atvinnuleysis í kjölfar Covid-19 faraldursins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum