Hoppa yfir valmynd
17. desember 2021 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Nýr aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Magnús Júlíusson - mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ráðið Magnús Júlíusson sem aðstoðarmann ráðherra. Magnús er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og hefur lokið BSc-gráðu í hátækniverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur og MSc-gráðu í sjálfbærum orkuvísindum frá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi.

Undanfarið hefur Magnús gegnt stöðu forstöðumanns orkusviðs hjá N1 ehf. en áður stofnaði hann og rak Íslenska orkumiðlun ehf. sem var seld til Festi hf. snemma árs 2020. Magnús hefur jafnframt starfað sem stundakennari við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Þá átti Magnús sæti í orkustefnunefnd sem mótaði langtímaorkustefnu fyrir Ísland.

Magnús hefur verið virkur í félagsstörfum og hefur meðal annars setið í íslensku UNESCO-nefndinni, gegnt embætti formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, setið í stjórn handknattleiksdeildar Víkings, gegnt embætti formanns Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík og setið í háskólaráði Háskólans í Reykjavík. Magnús er í sambúð með Guðrúnu Gígju Georgsdóttur og eiga þau saman eina dóttur.

Magnús mun starfa með Eydísi Örnu Líndal sem fyrir er aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira